Reiðskóli Sleipnis og Katrínar Evu
Reiðskóli Sleipnis og Katrínar Evu verður haldinn í að Vallartröð 6 á Selfossi í sumar, umsjónarmaður er Katrín Eva Grétarsdóttir. Katrín Eva er menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum.
Börnin læra grunnatriði í hestamennsku. Stuðst verður við leiki og gleði til að bæta samhæfingu, ásetu og færni hjá hverjum og einum. Farið verður í útreiðartúra ásamt uppákomum í reiðhöll. Innifalið í verði er aðgangur að hesti, reiðtygum og hjálmi.
Skráning er hafin á reidskoli@sleipnir.is og lýkur 3.júni
Vinsamlegast tiltakið við skráningu ef það er eitthvað sem umsjónarmaður þarf að vera meðvitaður um hvað varðar heilsu eða getu viðkomandi barns.
Verðskrá
5 daga námskeið = 15.000 kr
10 daga námskeið fyrir 9 ára og eldri = 26.000 kr
Eftirfarandi tímasetningar eru í boði:
6-9 ára
13- 17 júní 9:00 - 10:00 og 14:15- 15:15
20- 24 júní 9:00 - 10:00 og 14:15- 15:15
27 júní - 1 júlí 9:00 - 10:00, 10:15- 11:15 og 14:15- 15:15
11- 15 júlí 9:00 - 10:00, 10:15- 11:15 og 13:00 - 14:00
18- 22 júlí 9:00 - 10:00 og 13:00- 14:00
25 - 29 júlí 13:00 - 14:00 og 14:15- 15:15
1- 5 ágúst 13:00 - 14:00 og 14:15- 15:15
8- 12 ágúst 13:00 - 14:00 og 14:15- 15:15
9 ára og eldri
13- 17 júní 13:00- 14:00
20- 24 júní 13:00- 14:00
27 júní - 1 júlí 13:00- 14:00
11- 15 júlí 14:15- 15:15
18- 22 júlí 14:15- 15:15
25 - 29 júlí 9:00- 10:00
1- 5 ágúst 9:00- 10:00
8- 12 ágúst 9:00- 10:00
9 ára og eldri 10 daga námskeið
13- 24 júní 10:15- 11:45
18 júlí- 29 júlí 10:15- 11:45
1- 12 ágúst 10:15- 11:45