Nú er vetrarstarf Sleipnis að hefjast að nýju. Þar býðst börnum og unglingum á aldrinum 11-16 ára að stunda hestamennsku undir öruggri leiðsögn menntaðra reiðkennara frá Háskólanum að Hólum. Mánaðargjald er 32.500 kr.
Innifalið er:  Öll reiðtygi, hestur, reiðkennsla og aðgangur að æskulýðsstarfi Sleipnis. Hægt er að nýta frístundastyrk til niðurgreiðslu æfingagjalda. Vinsamlegast athugið að þátttakendur þurfa að koma með eigin hjálm. 

Kennd verða undirstöðuatriði í umgengni, umhirðu hesta og reiðmennsku. Markmið verkefnisins er  að þáttakendur öðlist færni og sjálfstæði til þess að geta haldið hesta í framtíðinni. Æfingar hefjast þann 15. september næstkomandi og verða tvisvar sinnum í viku, tvo klukkutíma í senn. Starfið fer fram í aðstöðu þar sem verklegri og bóklegri kennslu er fléttað saman á skemmtilegan og fræðandi hátt.

  

Allar nánari upplýsingar um verkefnið veitir Linda Björgvinsdóttir, formaður æskulýðsnefndar Sleipnis.

E-mail: felagshus@sleipnir.is  eða í síma 898-9592

Screenshot_2022-08-31_at_20.24.33.pngHestaitrottir.jpeg