FEIF leitar að áhugasömum og duglegum einstaklingum á aldrinum 18-26 ára til að taka þátt í nefndarstörfum á vegum FEIF. „Hjálpið okkur við að móta framtíð íslenska hestaheimsins. Það eru sæti í nefndunum, eyrnamerkt ungu fólki, sem verða laus frá febrúar 2023 og við erum að leita að þér,“ segir á vefsíðu FEIF. Einstaklingarnir munu hafa sama atkvæðarétt og hver annar nefndarmeðlimur og munu geta starfað í nefndunum allt að tveimur árum.

Sæti eru laus í eftirfarandi nefndir:
Menntanefnd FEIF
Æskulýðsnefnd FEIF

Nánari upplýsingar eru að finna HÉR