Ólöf Rún Guðmundsdóttir mun bjóða upp á einkatíma í reiðhöll Sleipnis mánudaginn 20. febrúar. Ólöf Rún er útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum og hefur stundað reiðkennslu samhliða öðrum störfum á síðustu árum. Einkatímarnir verða 40 mín. langir og verða aðeins 6 tímar í boði að þessu sinni. Ef aðsókn verður góð þá munum við skoða að bjóða upp á fleiri tíma í framhaldinu. Verð pr. tíma er kr. 10.500 og aldurstakmark er 14 ár. Skráning fer fram í Sportfeng og ganga verður frá greiðslu til að staðfesta skráningu. Athugið að tímarnir eru eingöngu ætlaðir félagsmönnum Sleipnis.