Nokkrar breytingar eru gerðar á nefndum félagsins fyrir næsta ár. Gerðar eru breytingar á fyrirkomulagi mótanefnda þannig að þær sjái um mótin sjálf og tilheyrandi verkefni og vinni með nýjum nefndum.
Hér er um að ræða Þulanefnd sem Elísabet Sveinsdóttir stýrir, Tækninefnd sem Bryndís Arnarsdóttir stýrir. Matarnefnd og Fjáröflunarnefndir vantar skelegga formenn.
Við hvetjum fólk í félaginu til að taka þátt í félagsstarfinu með því að skrá sig í nefnd en það er góð leið til að kynnast bæði starfinu og fólki í félaginu.
Nánari upplýsingar um nefndir sem eru í mótun fyrir árið 2023 og taka við eftir aðalfundinn 22. febrúar má finna með því að smella hér.
Stjórn Sleipnis