Vegna kynbótasýninga á Brávöllum 20. - 22. júní þá er byrjuð vinna við að setja upp kynbótabrautina og undirbúa Reiðhöllina fyrir sýningarnar.
REIÐHÖLLIN verður lokuð frá og með sunnudeginum 18. júní og þar til sýningum líkur á fimmtudag 22. júní.
KYNBÓTA- OG SKEIÐBRAUTIN er einnig lokuð á sama tíma.
HRINGVELLIRNIR eru lokaðir á meðan að kynbótasýningum stendur 20. - 22. júní.
VIÐRUNARHÓLF Á BRÁVALLASVÆÐI
Óskað er eftir því að þau sé ekki notuð yfir daginn á meðan að sýningar standa yfir 20.- 22. júní til að lágmarka truflun.
Veljið frekar kvöldin að sýningum loknum til viðrunar þessa daga.
Kynbótanefnd / Vallastóri / Stjórn