Í dag voru haldin stöðupróf í grænu og gulu knapamerki í reiðhöll Sleipnis þar sem 11 knapar þreyttu verkleg próf. Skemmst er frá því að segja að allir náðu prófi. Prófdómari var Sigrún Sigurðardóttir reiðkennari en hún er, að öðrum ólöstuðum, reynslumesti reiðkennari landsins í knapamerkjakennslu. Við erum stolt af þessum árangri og óskum öllum sem þreyttu próf til hamingju! 

 

Æskulýðsnefnd