Velheppnuðu námskeiði hjá Einar Öder lauk á þriðja tímanum sl. laugardag. Þá hafði Einar staðið vaktina síðan 8 um morguninn og tekið 20 manns í reiðtíma. Almenn ánægja var með framlag Einars sem miðlaði fróðleik sínum á skemmtilegan og kraftmikinn hátt, enda með mikla og góða reynslu í reiðkennslu. Kærar þakkir Einar
Fullbókað hjá Bergi
Fullbókað er í einkatíma hjá Bergi Jónssyni sem verða í þessari viku en mikill áhugi félagsmanna er á að nýta sér þá möguleika sem reiðhöllin býður upp á.
Fræðslunefndin