Íslandsmót í hestaíþróttum 2011 verður á Selfossi í boði Hestamannafélagsins Sleipnis. Mótið verður haldið á Brávöllum á Selfossi dagana 13-16 júlí nk. Undirbúningur fyrir mótið hefur staðið frá því sl. vetur og hafa töluverðar framkvæmdir verið á Brávöllum nú í vor og sumar. Sveitarfélagið Árborg kemur myndarlega að mótinu en félagið fékk 7 milljónir króna til framkvæmda á svæðinu. Svæði Brávalla hefur verið byggt upp í samstarfi hestamannafélagsins og sveitarfélagsins. Frá síðasta Íslandsmóti hefur verið byggð reiðhöll á svæðinu sem gerir aðstöðu félagsins enn betri en áður.
Tilkoma reiðhallarinnar hefur verið mikil lyftistöng í starfi félagins. Frá því að hún var tekin í notkun hafa verið nær daglega námskeið og annað fræðlsustarf í gangi í húsinu fyrir bæði unga sem aldna. Skráning á mótið fer fram hjá aðildarfélagi hvers keppanda. Aðildarfélagið skráir síðan sína keppendur á mótið í gegnum sportfengur.is skráningargjaldið er kr. 5.000- fyrir hverja grein og greiðist við skráningu. Síðast skráningardagur er 7. Júlí nk.
Verið velkomin til okkar Sleipnismanna á Brávelli, við hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Drög að dagskrá Íslandsmóts fullorðinna í hestaíþróttum á Selfossi. 13-16 Júlí 2011.
Miðvikudagur 13. Júlí.
12:30 Knapafundur Súpa og brauð
14:00 Fimmgangur 1.-24
16:00 Kaffihlé
16:15 Fimmgangur 25.-49
18:15 Matur
18:45 Fimmgangur 50.-???
Fimmtudagur 14. Júlí
09:00 Fjórgangur 1.-29
11:00 Kaffihlé
11:30 Fjórgangur 30.-49
13:00 Matur
14:00 Fjórgangur 50.-???
15:45 Kaffihlé
16:15 Tölt T2 1-???
17:30 Gæðingaskeið 1-???
19:00 Matur.
20:00 150m og 250m skeið 2 sprettir fyrri umferð.
Föstudagur 15. Júlí
10:00 Tölt 1.-29
12:00 Matur
13:00 Tölt 30.-???
15:45 Kaffihlé
16:30 B-úrslit fimmgangur
17:00 B-úrslit fjórgangur
17:30 B-úrslit tölt T2
18:00 B-úrslit tölt T1
18:30 Matur og notalegheit í reiðhöll
20:00 100m skeið.
22:00 Skemmtikvöld í Sleipnishöllinni
Laugardagur 16. Júlí
11:00 250m skeið 2 sprettir seinni umferð
11:30 150m skeið 2 spretti seinni umferð
12:00 Matur.
15:00 A úrslit Tölt T1 Bein útsending hefst.
15:30 A úrslit Tölt T2
16:00 A úrslit fjórgangur
16:30 A úrslit fimmgangur
17:00 Mótsslit
Margrét K. Erlingsdóttir
Fjölmiðlafulltrúi Íslandsmóts.