Hér á Brávöllum er að hefjast keppni í 100 metra flugskeiði.

 

Það er glatt á hjalla hér á Brávöllum.  Í kvöld var grill í reiðhöllinni og voru um 200 manns sem nutu veitinga og þjónustu Matreiðarinnar sem sér um veitingar á Íslandsmótinu.  Eftir flugskeiðið verður "Gaman saman" í reiðhöllinni fram eftir kvöldinu.  Allt hefur gengið vel á mótinu, veðrið hefur verið eins og best verður á kosið smá væta varð um kvöldmatarleitið en nú er sólin farin að gleðja okkur á ný.