Tölvunefnd LH heldur nú á vordögum námskeiðaröð í mótaforritunum Kappa og Sportfeng og hér fyrir neðan má sjá dags- og tímasetningar sem hafa verið fastsettar.

Ekkert gjald er tekið fyrir þátttöku, nóg að mæta með skriffæri þar sem Handbók Kappa og Sportfengs verður dreift á staðnum. Athugið þó að fyrir þá sem vilja undirbúa sig, þá er handbókin aðgengileg á vef Sportfengs: http://www.sportfengur.com/SportFengur/temp/Handbok.pdf

• Borgarnes 2.maí – kl. 19:30 í félagsheimili Skugga
• Selfoss 3.maí – kl. 19:30
• Sauðárkrókur 3.maí – kl. 19:30
• Reykjavík 8.maí – kl. 19:30
• Egilsstaðir 9.maí – óákv.

Skráning á námskeiðin fer fram á hilda@landsmot.is