Allir sem vettlingi geta valdið eru beðnir um að mæta á laugardaginn 5. maí kl 09.00 til að koma járni á reihöllina.
Mikið liggur við að sem flestir mæti með borvélar og góða skapið og hjálpi okkur við að ljúka þessum mikilvæga áfanga.
Allir sem einn, mætum á laugardaginn og klárum þetta saman.

Byggingarnefnd reiðhallar Sleipnis