Hið rómaða karlakvöld Sleipnis til styrktar reiðhallabyggingunni verður haldið í Hlíðskjálf laugardaginn 5 apríl. Húsið opnar kl. 19.00 og samkoman hefst kl 20.00
Boðið verður upp á girnilega vel útilátna þríréttaða máltíð og drykkföng verða næg.
Eftirsóttir folatollar verða boðnir upp til styrktar reiðhöllinni sem eigendur hafa gefið til þessa málefnis og má þar nefna Arion frá Vestra-Fróðholti, Aron frá Strandarhöfði, Nóa frá Stóra-Hofi, Hrímnir frá Ósi , Kiljan frá Steinnesi, auk fjölda annara.
Miðar eru seldir í forsölu hjá Toyota á Selfossi á krónur 5.000. Takmarkaður sætafjöldi er í Hlíðaskjálf og því best að tryggja sér miða sem fyrst.
Mætum allir sem einn og öflum fjár til að ljúka við byggingu Sleipnishallarinnar.
Reiðhallarnefnd