Hið rómaða karlakvöld Sleipnis til styrktar reiðhallabyggingunni verður haldið í Hlíðskjálf laugardaginn 5 apríl. Húsið opnar kl. 19.00 og samkoman hefst kl 20.00

Boðið verður upp á girnilega vel útilátna þríréttaða máltíð og drykkföng verða næg.
Eftirsóttir folatollar verða boðnir upp til styrktar reiðhöllinni sem eigendur hafa gefið til þessa málefnis og má þar nefna Arion frá Vestra-Fróðholti, Aron frá Strandarhöfði, Nóa frá Stóra-Hofi, Hrímnir frá Ósi , Kiljan frá Steinnesi, auk fjölda annara.

Hið vinsæla happadrætti verður með fjölda veglegra vinninga og einnig verður dregin út aðgöngumiðavinningur sem verður folatollur undir Vonarstjörnu. Einnig hefur verið ákveðið að halda sýningu kl 16- 18 í reiðhöllinni á þeim afkvæmum sem hafa orðið til frá fyrri karlakvöldum. Er skorað á alla sem hafa eignast folöld í tengslum við fyrri karlakvöld að mæta með afkvæmin og láta dæma glæsilegasta gripinn. Eigendum þeirra stóðhesta sem hafa gefið folatolla þetta árið er boðið að koma með fola sína og halda sýningu á þeim. Lifandi tónlist, söngur og gamanmál.

Miðar eru seldir í forsölu hjá Toyota á Selfossi á krónur 5.000. Takmarkaður sætafjöldi er í Hlíðaskjálf og því best að tryggja sér miða sem fyrst.
Mætum allir sem einn og öflum fjár til að ljúka við byggingu Sleipnishallarinnar.

Reiðhallarnefnd
   lost         mens