Við minnum á!
Síðustu forvöð eru á að ná sér í miða á hið margrómaða Karlakvöld Sleipnis sem haldið verður í Hliðskjálf nk. laugardag 5.apríl. Þríréttuð veislumáltíð, gnægð drykkjarfanga, ómótstæðilegir folatollar, happadrætti með veglegum vinningum sem og dregið úr seldum miðum en þar er í vinning folatollur undir Vonarstjörnu.
Miða er „enn“ hægt að nálgast hjá Toyota Selfossi á kr. 5.000. Sætafjöldi er takmarkaður.
Reiðhallarnefnd