Opið Gæðingamót Sleipnis, Ljúfs og Háfeta mun fara fram helgina 1-3 júní. Þetta er jafnframt úrtökumót þessara félaga fyrir landsmót í Reykjavík.
Samhliða þessu móti hefur gæðingamótsnefndin í samstarfi við skeiðfélagið ákveðið að hafa skeiðleika fimmtudagskvöldið 31.maí þar sem rafræn tímataka mun fara fram í 250,150 og 100 m skeiði.
Á laugardeginum verður svo Töltmót í boði Netparta ehf, þar sem hvorki meira né minna en 100.þúsund króna verðlaunafé verður fyrir þann sem hlýtur efsta sætið. Um að gera fyrir fólk sem þarf að ná sér í punkta í tölti fyrir landsmót að skrá sig til leiks. Skeiðgreinarnar á fimmtudagskvöldinu eru einnig góður vettvangur til að ná sér í tíma á skeiðhrossinn fyrir komandi landsmót.
Nánar verður auglýst síðar um skráningar á mótið
Gæðingamótsnefnd Sleipnis