Opið Gæðingamót og úrtaka hjá Sleipni, Ljúf og Háfeta mun fara fram helgina 1-3 júní, Fimmtudagskvöldið 31.maí mun Skeiðfélagið í samvinnu við gæðingamótsnefndina halda skeiðleika að brávöllum þar sem allar tímatökur verða rafrænar. Laugardaginn 2 júni mun samhliða gæðingamótinu fara fram glæsilegt töltmót í boði Netparta ehf en þar verða 100.þúsund króna peningaverðlaun fyrir efsta sætið.

Gæðingamótið mun fara þannig fram að riðnar verða tvær umferðir. Skráning á öll þessi mót fer fram mánudagskvöldið 28.maí á milli klukkan 19:30-22:00 í símanúmerum: 849-4505 og 846-4582 Við skráningu þarf að koma fram: kennitala knapa, IS nr hests og hvaða keppnisgrein taka skal þátt í.

Keppnisgreinar á mótinu eru þessar Gæðingakeppni :

A-Flokkur,B-flokkur,Ungmennaflokkur,unglingaflokkur og barnaflokkur
Íþróttakeppni : Tölt (T1) Skeiðgreinar: 250,150 og 100 m skeið

Greiðsla fyrir skráningu þarf að berast inn fyrir klukkan 12:00 Föstudaginn 1.júní á eftirfarndi reikning Reikningsnúmer:0152-26-100174 Kennitala: 590583-0309

  • Þáttökugjöld eru þessi : A-Flokkur,B-flokkur og ungmennaflokkur : 7000 krónur
  • Unglinga og Barnaflokkur : 4000 krónur
  • Tölt : 3500 krónur
  • Skeiðgreinar:3000 krónur

Gæðingamótsnefnd Sleipnis