Toyota á Selfossi, Viðgerðir og þjónusta, Baldvin og Þorvaldur og Landsbankinn styrktu félagið myndarlega til kaupa á nýjum landsmótsbúningi fyrir þá knapa sem keppa fyrir Sleipni á landsmóti hestamannafélaga, sem nú er hafið á Gaddstaðaflötum við Hellu.

Í barnaflokki keppa þau Dagmar Öder Einarsdóttir, Díana Kristín Sigmarsdóttir, Sigríður Óladóttir og Kristín Líf Þórisdóttir. Í unglingaflokki keppa Arnar Bjarki Sigurðsson, sem einnig keppir í A-flokki gæðinga, Kristrún Steinþórsdóttir, Guðbjörn Tryggvason og Sigurbjörg Eva Sigurðardóttir. Í Ungmennaflokki keppa Bjarni Sveinsson, Ástgeir Rúnar Sigmarsson, Bára Bryndís Kristjánsdóttir, og Sigrún Anna Brynjarsdóttir. Í A-flokki keppa auk Arnars Bjarka þau Sigríður Pjetursdóttir, Daníel Jónsson, og Einar Öder Magnúsdóttir. Í B-flokki keppa Brynjar Jón Stefánsson, Olil Amble, Lisa Rist Christiansen og Elsa Magnúsdóttir. Í tölti keppa Sigursteinn Sumarliðason, Sigurður Óli Kristinsson, sem einnig keppir í skeiði, og Sævar Örn Sigurvinsson. Í Skeiði keppa þau Einar Öder, Svanhvít Kristjánsdóttir, Sigurður Óli, Haukur Baldvinsson og Leifur Helgason.