Karlakvöld Sleipnis verður haldið í Tryggvaskála miðvikudaginn 24. Apríl. Húsið opnar kl. 19 og samkoman hefst kl. 20.
Margt skemmtilegt í boði: Þríréttaður kvödverður og nóg af mjöði. Boðnir verða upp tollar undir topphesta sem eigendur gefa til styrktar Reiðhöll Sleipnis, meðal annars undir Spuna frá Vesturkoti og Arð frá Brautarholti auk fjölda annarra. Í happadrættinu er hægt að vinna fjölda vinninga og þar á meðal folatoll undir vonarstjörnu ársins! Lifandi tónlist, söngur og sprell.
Tryggið ykkur miða á snilldar skemmtun.
Miðar eru seldir í forsölu í Toyota Selfossi, verð 5000 kr. Með hverjum miða fylgir aðgangur í Riverside Spa.
Skemmtum okkur saman og fögnum sumri um leið og við öflum fjár til að ljúka byggingu Sleipnishallarinnar.