Á síðasta aðalfundi Sleipnis bauð Einar Öder Magnússon reiðkennari og bóndi í Halakoti að halda námskeið fyrir þá félaga sem lagt hafa fram sjálfboðavinnu við byggingu reiðhallarinnar þeim að kostnaðarlausu. Námskeiðið byggir á því að kenna mönnum að nýta reiðhöllina við þjálfun reið- og keppnishrossa. Það byrjar á bóklegum tíma í Hliðskjálf miðvikudaginn 23. febrúar kl 20:00. Við lok tímans verða reiðtímar ákveðnir.

Fræðslunefndin