Bergur Jónsson og Olil Amble Syðri- Gegnishólum hafa boðið fram krafta sína við fjáröflun fyrir hestamannfélagið Sleipni vegna byggingu reiðhallarinnar á Selfossi. Um er að ræða 9 einkareiðtíma í reiðhöllinni á Selfossi undir leiðsögn Bergs og sýnikennslu Bergs og Olil í  þjálfun hesta í 2 stundir sem nánar verður auglýst síðar.

Fyrstu 3 tímarnir hjá Bergi verða mánudaginn 28. febrúar frá 20:00  til 23:00  Næstu 3 tímar verða föstudaginn 4. mars á sama tíma. Síðustu 3 tímarnir verða svo laugardaginn 5. mars frá kl 9:00 til 12:00
Frekari upplýsingar sem og skráning er hjá Sævari í s. 861-0404, Jónasi í s. 899-9654, og Sveini í síma 894-7146