Fræðslunefnd Sleipnis mun bjóða upp á eftirtalin námskeið á næstunni:

1. Einkatímar með Freyju Hilmarsdóttur
2. Járninganámskeið hjá Sigurði Torfa í maí nk.
3. Sýnikennsla 2t hjá Bergi og Olil, tímasetning liggur ekki fyrir.
4. Sýnikennsla í kynbótadómum er fyrirhuguð í apríl nk.

Freyja býður félaginu 9 einkatíma. Laugardaginn 26 mars  frá 9-12, Laugardaginn 2. apríl frá 9-12 og sunnudaginn 3. apríl frá 10-13.  Verð kr 7000 tíminn. Skráning hjá Sveini í síma 894-7146

Sigurður Torfi býður félaginu járninganámskeið eftir miðjan maí. Námskeiðið er 12 tímar bóklegt og verklegt. Hámarksfjöldi er 8 manns. Verð kr 20.000,- á mann. Skráning fer fram hjá Sveini í síma 894-7146.

Tímasetning á sýnikennslu hjá Bergi og Olil liggur ekki fyrir en verður auglýst síðar.
Sýnikennsla í kynbótadómum er einnig fyrirhuguð í apríl og verður auglýst er nær dregur.

Fræðslunefnd Sleipnis