Fræðslunefnd Sleipnis hefur fengið ábendingu um að áhugi á knapamerkjanámskeiðum fyrir fullorðna sé fyrir hendi hjá félagsmönnum. Námskeiðin skiptast í 5 stig og eru bæði bókleg og verkleg. Fyrsta stigið er um 30 tímar en 2 efstu stigin eru rúmir 60 tímar. Nánari upplýsingar um knapamerkin má finna á heimasíðu Hólaskóla undir knapi.holar.is 

 Fyrsta skrefið er að kanna áhugann og í framhaldi af því taka ákvarðanir um framhaldið og þá tímasetningu. Áhugasamir setji sig í samband við nefndarmenn. Sævar í síma 861-0404, Jónas í síma 899-9654, eða Svein í síma 894-7146.

Enn eru 4 tímar lausir hjá Freyju , 2  tímar laugardaginn 2. apríl og 2 tímar sunnudaginn 3. apríl.

Fræðslunefndin