Róbert Petersen reiðkennari verður með frumtamningarnámskeið sem hefst í Reiðhöllinni á Selfossi í byrjun nóvember ef nægjanleg þátttaka fæst. Hver þátttakandi kemur með sitt trippi og farið verður í gegnum helstu þætti frumtamningar, s.s.:
• Atferli hestsins• Leiðtogahlutverk
• Fortamningu á trippi
• Undirbúningur fyrir frumtamningu
• Frumtamning
Bóklegir tímar: 2
Verklegir tímar: 12
Tímar: 3 kvöld í viku í fjórar vikur.
Verð: 30.000.-
Fjórir verða í hverjum hópi en hámarksfjöldi á námskeiðið er 12 - 16 þátttakendur. Bóklegir tímar verða sameiginlegir fyrir allan hópinn. Verkleg kennsla verður í Reiðhöllinni þar sem unnið verður með trippin (ca. 15 mín. á hvert trippi). Einnig eiga nemendur að fylgjast með öðrum og læra þannig á mismunandi hestgerðir og mismunandi aðferðir við for- og frumtamningu.
Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í þessu námskeiði hafi samband við Svein í síma 894-7146
