Hann er orðinn allt of dökkur.
Páll Imsland áhugamaður um liti í íslenska hrossastofninum verður með erindi í Hliðskjálf mánudagskvöldið 30. janúar sem hefst kl 20:00 sem hann nefnir „ Hvernig á að lýsa upp íslenska hrossastofninn“
Páll hefur áhyggjur af því að hrossastofninn sé orðin of dökkur. Í erindinu fjallar hann um litastöðuna í stofninum og hversvegna hún er eins og hún er. Hann fjallar um hvernig megi auka litafjölbreyttnina og þá einkum í ljósu litunum og fer yfir hversvegna það sé skynsamlegt. Í lokin verður hann með myndasýningu.
Aðgangur er ókeypis
Fræðslunefndin