Viðburðir og skemmtanir
FEIF Youth Camp sumarbúðirnar verða haldnar dagana 11. – 18. júlí 2017 í St-Truiden í Belgíu. Þetta eru sumarbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 14-17 ára á árinu og markmið þeirra er að kynna krakka frá aðildarlöndum FEIF fyrir (hesta)menningu annara þjóða og að hitta ungt fólk með sama áhugamál.
Þema FEIF Youth Camp í ár er "hestur og vagn".
Belgíska Íslandshestasambandið er það minnsta innan FEIF og það eru sjálfboðaliðar í æskulýðsstarfinu þar sem skipuleggja viðburðinn. Það sem verður meðal annars á dagskrá:
Uppskeruhátíð Hrossaræktarfélaga Flóahrepps og Hrossamessa verður haldin föstudagskvöldið 10. mars 2017 að Ferðaþjónustinni Vatnsholti.
Dagsskrá heftst kl:20:30 með borðahaldi.
„Hrossamessa“ kræsingar af ýmsum réttum með góðu meðlæti.
Read more: Uppskeruhátíð Hrossaræktarfélaga Flóahrepps og Hrossamessa
Uppskeruhátíð hestamanna verður haldin í Gullhömrum Grafarholti þann 5. nóvember. Það stefnir í frábært kvöld með góðum mat, frábærum félagsskap, verðlaunaafhendingum, kveðju frá Gísla Einars í Landanum og öðru skemmtiefni.
Hátíðin verður með hefðbundnu sniði og síðustu ár þar sem LH og FHB standa saman að hátíðinni. Að venju verður glæsileg þriggja rétta máltíð, glæsileg dagskrá og ball í lokin innifalið í miðaverðinu sem er óbreytt, 9.600 kr. Ef menn kjósa að mæta bara á ballið, þá kostar sá miði 2.500 kr. og verður hleypt inn á það eftir að borðhaldi lýkur.
Minnum á :
Forsala miða fyrir Sleipnisfélaga fer fram í dag 10. okt milli 18-20 og er miðaverð 5900.
Þann 22. október nk. verður Árshátíð hestamannafélagssins Sleipnis en þetta er annað árið í röð sem hestamannafélagið og Hvítahúsið taka höndum saman og standa fyrir árshátíð og hestamannaballi en í fyrra tóks kvöldið með eindæmum vel. Í ár verður sami háttur á og verður engu til sparað til að gera kvöldið sem glæsilegast. Veislustjórar verða þeir Steindór Guðmundsson og Gísli Guðjónsson, en fram koma meðal annars Sigurjóns frá Skollagróf, Bryndís Ásmundsdóttir mætir á svæðið ásamt vinkonum sínum þeim Tinu Turner og Janis Joplin. Kvöldið endar svo á sérstöku hestamannaballi með hljómsveitinni Albatross með sjálfan Sverrir Bergmann í farabroddi, en þeir slógu í gegn í sumar með þjóðhátíðarlaginu í ár. Forsalan hefst í Baldvin og Þorvaldi þann 11. október og kostar miðinn á árshátíðina og ballið kr. 6.400.- en mánudaginn 10. október verður sérstakt forsölukvöld í Balvin og Þorvaldi þar sem félagsmönnum í Sleipni býðst sérstakur forsöluafsláttur kr. 5.900.- milli kl. 18 - 20 og verður verslunin opin lengur af þeim sökum. Nánari upplýsingar má finna inn á fésbókarsíðu Sleipnis og Hvítahúsins.