Skynja skort á velvilja.
Dómar eru nú hafnir á kynbótasýningunni sem færð var frá Selfossi yfir á Sörlastaði í morgun. Eins og alltaf standa framkvæmdaaðilar og falla með þeim ákvörðunum sem teknar eru en aðstæður til sýningarhalds eru í dag talsvert ákjósanlegri á Selfossi en í Hafnarfirði.
Í samtali við Sleipnisfélaga telja þeir skorta á velvilja gagnvart svæðinu hjá sumum forsvarsmönnum RML.
Í vetur fóru Sleipnismenn fram á að fá hluta af kostnað sínum vegna sýninga á Selfossi úr þeim potti sýningargjalda hrossa sem ekki mættu til leiks.
Fram að þessu hefur RML ekki viljað koma til móts við Sleipnismenn með greiðslur úr þessum potti, en Sleipnismenn telja sig hafa staðið í kostnaði vegna þeirra hrossa sem ekki mættu meðal annars með tækjaleigu, starfsmannakostnaði og fleiru og finnst ekki rétt að RML sitji eitt að þessum tekjum.
Telja sumir Sleipnismenn þennan núning á milli þeirra og RML vera meðal annars þess valdandi að sýningar í ár og í fyrra hafi verið færðar frá Selfossi á önnur mótssvæði.
Fyrir utan ósætti sumra Sleipnismanna voru þó nokkrir knapar ósáttir með þetta því þeir hafi lagt upp með að sýna á Selfossi, þeir hafi kynnt hrossin fyrir aðstæðum þar og því sé vont að færa til sýninguna með svo stuttum fyrirvara.
Svona leit völlurinn út á Sörlastöðum en hér fyrir neðan er mynd tekin á Selfossi í morgun þegar sýning átti að fara fram þar.
Svona leit völlurinn út á Sörlastöðum ( vinstri mynd ) en en hús hægra megin er mynd tekin á Selfossi í gærmorgun þegar sýning átti að fara fram þar.
http://www.eidfaxi.is/frettir/105622/