Nú hefur verið blásið til skeiðleika á Brávöllum á Selfossi. Verða Skeiðleikarnir haldnir miðvikudaginn 1.júni næstkomandi. Ef veður fylgir spám verða góð skilyrði á staðnum. Skráning er hafin og henni lýkur klukkan 16:00 þriðjudaginn 31.maí Allt verður á sínum stað; 250m og 150m skeið, auk 100m flugskeiðs! Lagt verður upp úr því að láta þetta ganga snarpt fyrir sig eins og venja stendur til. Miðast allt við að knapar og áhorfendur geti átt notalega kvöldstund. Styrktaraðili Skeiðleikanna í ár – hestavöruverslunin Baldvin og Þorvaldur styrkir um verðlaunagripi sumarsins. Auk þess hefur ræktunarbúið Auðsholtshjáleiga styrkt um svokallaða Ödera sem veittir eru stigahæsta knapa á móti hverju og þeim knapa sem flest stig hlýtur á sumrinu. Skráningargjaldið er krónur 2500.- á hest og skráning fer fram á Sportfeng http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add Staðfesting á greiðslu sendist á skeidfelagid@gmail.com Skráning og greiðsla verður að berast fyrir 16:00 þriðjudaginn 31.maí