Uppskeruhátíð æskulýðsnefndar verður haldin miðvikudaginn 2. nóvember nk. kl. 19:00 í félagsheimilinu Hliðskjálf. Þar ætlum við að koma saman, veita viðurkenningar fyrir vinnu liðins vetrar og eiga skemmtilega kvöldstund. Okkur langar að biðja foreldra/forráðamenn að koma með eitthvað góðgæti á hlaðborð en æskulýðsnefndin ætlar að sjá um drykki fyrir alla, diska, hnífapör og allt því tilheyrandi.

Sjáumst ævinlega hress og kát,
Æskulýðsnefnd Sleipnis