Kæru foreldrar / forráðamenn.

Nú erum við að opna fyrir skráningu á æfingar fyrir Hestafjör 2017.
Hestafjörsdagurinn verður að þessu sinni haldinn sunnudaginn 30. apríl en stefnt er á að hefja æfingar í fyrstu viku aprílmánaðar.
Æfingarnar verða á mánudögum og / eða þriðjudögum og munum við reyna að ná 4-5 æfingum fyrir Generalprufu.
Þátttaka og æfingar vegna Hestafjörsins eru ókeypis fyrir þátttakendur, hestamannafélagið Sleipnir greiðir æfingakostnað og annað sem að Hestafjörinu lýtur.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt vinsamlegast sendið tölvupóst til Æskulýðsnefndar,(hronnbjarna@hotmail.com)
með eftirfarandi upplýsingum:
Nafn þátttakanda og fæðingarár.
Nafn, GSM, sími og netfang forráðamanns,
Nafn, litur og aldur hests
Vonandi
Vonumst til að sjá sem flesta á Hestafjöri 2017
Æskulýðsnefnd