Reiðnámskeið Sleipnis 
Reiðnámskeið Sleipnis verður haldið í Vallartröð 4 á Selfossi í sumar. Umsjónarmaður er Oddný Lára Guðnadóttir. Oddný er menntaður hestafræðingur og leiðbeinandi frá Háskólanum á Hólum í Hjaltadal og hefur haldið allmörg reiðnámskeið með góðum árangri í gegnum árin. Skráning er hafin í síma 8479834 eða á oddnylara(hja)floaskoli.is einnig er til síða á Facebook sem heitir einfaldlega Reiðskóli Sleipnis endilega læka hana þar koma fram allar upplýsingar og myndir af námskeiðum.

Börn læra grunnatriði í hestamennsku, stjórnun og ásetu. Farið verður í útreiðartúra ásamt uppákomum í reiðhöll. Innifalið í verði er aðgangur að hesti, reiðtygjum og hjálmi. Öll börn frá viðurkenningarskjal með mynd af sér og hestinum í lok námskeiðis. 

Fyrir 6-8 ára. 5 daga námskeið kostar 11.000 kr. 
5.-9. Júní kl. 09:00-10:00 eða 10:30-11:30 eða 12:30-13:30 
12. -16. Júní kl. 09:00 – 10:00 eða 10:30-11:30 eða 12:30-13:30
19. – 23. Júní kl. 14:00-15:00 
26. – 30. Júní kl. 14:00 – 15:00
3.-7. Júlí kl. 14:00-15:00
10. – 14. Júlí kl. 14:00-15:00 

Fyrir 9 ára og eldri. 10 dagar 22.000 kr.
19.-30. Júní kl. 09:00 – 10:30 eða 11:00-12:30
3.-14. Júlí kl. 09:00- 10:30 eða 11:00-12:30

 https://www.facebook.com/Reiðskóli-Sleipnis-1743374549237492/?hc_ref=NEWSFEED&fref=nf