Sameiginlegur æskulýðsreiðtúr Ljúfs, Sleipnis og Háfeta 2017 verður farinn laugardaginn 20. maí. Lagt verður af stað frá fjárhúsunum í Sogni í Ölfusi kl. 14 og riðið inn í dal, að félagsheimili Ljúfsfélaga (ca. 2-3 km). Eftir reiðtúrinn verður öllum svo boðið í grillaðar pylsur í félagsheimili Ljúfs. Við hvetjum alla Sleipnisfélaga til að fjölmenna í þennan reiðtúr og efla tengslin á milli hestamannafélaganna. Það er líka alltaf gaman að prófa aðrar útreiðarleiðir.
kv. Æskulýðsnefnd Sleipnis