Óvissuferð æskulýðsnefndar verður farin fimmtudaginn 25. maí nk (Uppstigningardag). Mæting fyrir utan Hliðskjálf kl. 8:45 og lagt verður af stað stundvíslega kl. 9:00. Gert er ráð fyrir að koma aftur heim á milli 19 og 20 um kvöldið.

Verið hlýlega klædd og takið með ykkur sundföt. Verð fyrir fullorðna kr. 1.500,- og börn kr. 1.000,-
Æskulýðsnefnd sér ferðalöngum fyrir mat og drykk og ýmsum öðrum kostnaði sem til fellur en gott er að vera búin(n) að fá sér vel að borða áður en lagt verður af stað.
Þeir (börn og fullorðnir) sem hafa hug á að skella sér í ferðina látið Hrönn vita í netfangið (hronnbjarna@hotmail.com) eða
gsm 867-9304 í síðasta lagi mánudaginn 22. maí.

Ef eitthvað er óljóst endilega hafið samband.

Sjáumst,
æskulýðsnefndin,
Hrönn, Jóna, Tone og Linda