Kæru foreldrar/forráðamenn,

Uppskeruhátíð Æskulýðsnefndar Sleipnis verður haldin í Hliðskjálf fimmtudaginn 1. nóvember kl. 19. Við munum rifja upp það sem við gerðum sl. vetur, veita viðurkenningar fyrir námskeið og spjalla saman um hvað við viljum gera næsta vetur. Allar hugmyndir vel þegnar

Að þessu sinni er hugmyndin að hafa "Pálínuboð" og viljum við því biðja hvern og einn að koma með eitthvað gott í munninn sem við setjum á sameiginlegt "veisluborð".
Æskulýðsnefnd mun útvega pappadiska, hnífapör og drykkjarföng.

kv. Æskulýðsnefnd Sleipnis