Uppskeruhátíð og kynning á vetrarstarfi æskulýðsnefndar verður í Hlíðskjálf fimmtudaginn 16. janúar kl:18:30.
Viðurkenningar fyrir þátttöku á námskeiðum seinasta vetrar verða afhentar sem og að reiðkennarar vetrarins kynna sig.

Æskulýðsnefndin ætlar að kynna starf sitt, námskeið, fyrirhugaða hittinga, ferðir og mót. Eins viljum við endilega fá hugmyndir frá ykkur sem snúa að starfinu, hópefli eða öðru sem ykkur dettur í hug.

Kennarar í vetur verða Áslaug Fjóla með almenna násmkeiðið og Árný Oddbjörg sem mun sjá um keppnisnámskeiðið. Við ætlum að bjóða upp á bæði keppnis- og almennt námskeið og eins vera með námskeið sem snýr að öllum hliðum hestamennskunnar, s.s. sætisæfingum, fimiæfingar, upphitunaræfingar sem gott er að gera, hindrunarstökk, smalabraut, æfingar fyrir fimiprógrömm tendu mótaröðinni æska suðurlands ofl. Fyrstu námskeiðin byrja í lok janúar

Boðið verður upp á pizzu og drykki í lok fundarins.

Hlökkum til að sjá sem flesta og byrja spennandi starf með ykkur.

Kær kveðja

Æskulýðsnefnd Sleipnis