Ákveðið hefur verið að halda 2. vetramót Sleipnis föstudagskvöldið 12. mars í Rangárhöllinni klukkan 20:00.  Skráning verður á staðnum og hefst hún klukkan 19:00.  Keppt verður í eftirfarandi flokkum: barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki, áhugamannaflokki og opnum flokki.  Mótið verður opið fyrir alla og nú er um að gera fyrir okkur félagsmenn að eiga skemmtilega kvöldstund.

Kveðja nefndin