Hér kemur leiðrétting vegna verðlauna í 100m flugskeiði P2 sem voru veitt á uppskeruhátíð Sleipnis á laugardaginn. Hinn knái skeiðknapi Daníel Gunnarsson var tilnefndur með besta tímann á Einingu frá Einhamri. Stjórn yfirsást að Daníel hefur skipt um félag, enda fluttur í skagafjörðinn.
 
Réttur bikarhafi í 100m flugskeiði er sá sami og hlaut æskulýðsbikarinn og Knapi ársins auk þess sem hún átti besta tímann í 150m skeiði, Glódís Rún Sigurðardóttir fór brautina í 100m skeiði á Blikku frá Þóroddsstöðum á 7,66 sek. á WR Reykjavíkurmeistaramóti Fáks.
Við biðjumst innilegrar afsökunar á þessum mistökum og munum færa bikarinn á réttan stað.