Í ár varð félagið okkar 93 ára og hefur nú verið skipuð 100 ára afmælisnefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa afmælisárið 2029.

Nefndina skipa valinkunnir Sleipnisfélagar, þeir Kjartan Ólafsson formaður nefndarinnar, Haraldur Þórarinsson og Ólafur Einarsson. Leitast var við að jafna kynja og aldurshlutföll í nefndinni en ekki tókst að virkja þá sem leitað var til í því skyni, að þessu sinni.

Þegar hefur verið gerður samningur við Helga Sigurðsson sagnfræðing og dýralækni um að skrifa 100 ára sögu Sleipnis. Helgi hefur á undanförnum árum skrifað 100 ára sögu Fáks, sögu Harðar og Geysis svo eitthvað sé nefnt og viljum við nýta reynslu Helga af þeim skrifum auk innsýnar hans sem hestamanns og dýralæknis, í heim hestamanna. 

Þeir sem eiga myndir eða önnur gögn sem gætu nýst við undirbúning bókarinnar eða vilja leggja nefndinni lið er bent á að senda tölvupóst á netfangið afmaelisnefnd@sleipnir.is