Vetrarmótanefndin hefur tekið ákvörðun um að halda ekki vetrarmótið sem átti að vera í dag vegna aðstæðna og veðurs. Hins vegar höfum við ákveðið að skipta því upp að þessu sinni og ætlum við að halda barnamót inni í reiðhöll, pollaflokkur, barnaflokkur og unglingaflokkur. Síðan verður staðan tekin í vikuni hvernig og hvenær við höldum restina af mótinu. Höllinn losnar kl 15:30 og hefjum við mótið á pollaflokki kl 16:00. Skráning fer fram í dómpallinum kl 14:00 -15:00.
Keppendur og aðstandendur eru beðnir um að fylgjast síðan með hér og á sleipnis spjallinu milli kl 15:00 og 15:30 ef við þurfum að skipta börnum og unglingum niður í riðla.
Vetrarmótsnefnd