Eins og flestir vita þá hefur reiðhöllin verið opin fyrir alla í janúar og febrúar til kynningar. Notkunin hefur verið stigvaxandi og hafa margir lýst yfir ánægju með höllina.
Nú er komið að þeim tímamótum að byrja á að selja aðgang að reiðhöllinni. Ákveðið hefur verið að hafa þannig fyrirkomulag á aðgangi að þeir sem hafa áhuga á að nýta sér höllina geti keypt sér aðgang og er fyrirhugað að selja mánaðarkort, árskort og staka klukkutíma. Einnig hefur verið ákveðið að hafa tvö verð þ.e. verð fyrir félagsmenn og utanfélagsmenn. Verðskráin er eftirfarandi;
Aðgangskerfi hefur verið sett upp og þeir sem kaupa sér aðgang fá í hendurnar aðgangslykil sem tengdur verður kennitölu þeirra og er sérstakur lesari við hurð að austanverðu sem les hvaða aðgangslykill er að biðja um aðgang. Til að trygga að ekki verði um misnotkun að ræða þá er vefmyndavél tengd þessum búnaði og er hún einnig hugsuð sem öryggisþáttur fyrir notendur reiðhallarinnar.
Fyrirhugað er að hefja sölu á aðgangslyklum í þessari viku og verður höllin læst í lok vikunnar. Greiða þarf skilagjald fyrir aðgangslykil kr. 1.000 sem er endurgreitt þegar lykli er skilað aftur.
Reiðhallarnefnd