Ákveðið hefur verið að hefja sölu aðgangslykla að reiðhöll Sleipnis á morgun 08.03.11 og verða lyklarnir seldir hjá Gunnari Sveinsyni gjaldkera reiðhallarnefndar.  Gunnar mun afhenda lyklana á verkstæðinu Rétting og málun að Breiðumýri 1. (málningarverkstæði Toyotu á Selfossi).

Skilagjald aðgangslykla er kr. 2.000 en ekki 1.000 eins og misritaðist í síðustu tilkynningu reiðhallarnefndar.

Til upprifjunar er sett hér inn verðskrá reiðhallarinnar.

Stakir tímar (einkanotkun) kr. 5.000

Mánaðarkort félagsmenn kr. 5.000

Mánaðarkort utanfélagsmenn kr. 10.000

Árskort félagsmenn kr. 25.000

Árskort utanfélagsmenn kr. 50.000

Hentugast er að mæta með reiðufé sem greiðslu en verið er að vinna í posamálum. Einnig verður hægt að millifæra inn á sérstakan reikning.

Við minnum á að reiðhöllin verður læst  miðvikudaginn 10.03.11.

Gunnar hefur síma 4808020/6648010 og gefur nánari upplýsingar

Reiðhallarnefnd.