Fræðslunefnd Sleipnis auglýsir járninganámskeið með járningameistaranum Sigurði Torfa helgina 17.-19. janúar. Námskeiðið hefst á fyrirlestri á föstudagskvöldið sem stendur í 2-3 tíma. Kennt er svo á laugardag og sunnudag í 4-5 tíma hvorn dag fyrir sig. Nemendur þurfa að mæta með hest, skeifur og járningagræjur. Tveir og tveir nemendur vinna saman og geta þá skipst á við að nota verkfærin. Skráning á námskeiðið er í gegnum: http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add þar er valið nafn hestamannafélags og svo valinn atburður þar fyrir neðan. Fræðslunefnd