"Fræðslunefnd minnir á námskeiðið með Sigga Sig sem verður þann 20. og 21. mars. Skráning stendur enn yfir! Ekki láta þetta framhjá þér fara ef þig vantar aðstoð með þinn hest!
Kennd verða tvö skipti í hálftíma í senn þann 20. og 21. mars næstkomandi og hefst fyrsti tími kl 17 báða dagana. Skráningargjald er aðeins 13 þúsund krónur.
Skráning og greiðsla námskeiðsgjalds fer fram á: http://motafengur.skyrr.is/Skraningkort.aspx?mode=add.aspx veljið þar flipann " Námskeið ", veljið Sleipnir í flettiglugganum og fyllið út skráningarformið, veljið svo viðburð í neðri flettiglugganum ( Einkatími með Sigga Sig ) og loks þarf að haka hvaða tíma þátttakandi kýst helst. Þá er hægt að velja "Setja í körfu" hnappinn neðst í skjámyndinni. Því næst er farið í körfuna til að greiða fyrir námskeiðið og eftir það er skráningu lokið.
Þeir sem sóttu námskeiðið í fyrra voru mjög ánægðir og við væntum þess að námskeiðið í ár verði alls ekki síðra.
kv. Fræðslunefnd
Kristín María Birgisdóttir s 898 2770"