Vegna fjölda áskorana verður haldið framhaldsnmáskeið með Páli Braga út frá námskeiðinu "Þjálfun í byrjun vetrar" sem haldið var í febrúar síðastliðinn. Kennt verður miðvikudags og fimmtudagskvöld 10. og 11. apríl, einn tími í senn. Skipt verður í hópa eins og í febrúar og hefst fyrsti hópur kl 18. Ef vill er hægt að breyta hópaskipan eitthvað.
Verð: 7000 kr pr mann. Skráning og greiðsla námskeiðsgjalds fer fram á: http://motafengur.skyrr.is/Skraningkort.aspx?mode=add.aspx veljið þar flipann "Námskeið", veljið Sleipnir og fyllið út skráningarformið, veljið svo viðburð í neðri flettiglugganum (Þjálfun að miðjum vetri) og loks þarf að haka við í hvaða hóp þátttakandi vill vera. Þá er hægt að velja "Setja í körfu" hnappinn neðst í skjámyndinni. Því næst er farið í körfuna til að greiða fyrir námskeiðið og eftir það er skráningu lokið.
Fræðslunefnd hlakkar til að sjá alla aftur á framhaldsnámskeiðinu :)
kv. Fræðslunefnd
Kristín María Birgisdóttir s 898 2770