Keppnisnámskeið ætlað öllum sem keppa í flokkum fyrir ofan ungmennaflokka. Tímarnir eru einkatímar, 30 mín í senn. Farið verður í keppnisreglur, einkunnagjöf og keppni æfð á velli. Keppt er í síðasta tíma á velli þar sem dæmt er eins og um alvöru keppni sé að ræða og tekið upp á video. Að síðustu er video skoðað og niðurstöður ræddar sem og úrbætur. Um er að ræða þrjá hálftíma tíma með Páli Braga sem er í senn frábær reiðkennari og vanur dómari.
Kennt er dagana 21.-23. mars og hefst fyrsti tíminn, 21.mars kl. 17 og 22 & 23.mars kl. 10.
kv.
Fræðslunefnd.
Skráning á http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add þar er valið rétt hestamannafélag og það námskeið sem viðkomandi hefur áhuga á