Arnar Bjarki Sigurðsson verður með reiðnámskeið sem sniðið verður að hverju og einum. Ætlað öllum aldursflokkum og getu. 2 inná í einu í klukkutíma laugardaga og sunnudaga, helgarnar eru 24.-25. janúar, 21.-22. feb og 21.-22. mars. Arnar Bjarki var með sambærilegt námskeið á Akureyri síðasta vetur og voru þátttakendur þar alsælir með þetta fyrirkomulag. Ætlast er til að nemendur æfi á milli helga það sem fyrir þá er lagt.
Verð fyrir allt námskeiðið er 30.000.-

Skráning í sportfeng

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Fræðslunefnd
Arnar14