Hrossaræktarsamtök Suðurlands standa fyrir fræðslukvöldi þriðjudaginn 17. janúar kl. 20:00 í félagsheimili hestamannafélagsins Sleipnis, Hliðskjálf, Suðurtröð á Selfossi (hesthúsahverfinu). 

Að þessu sinni ætlar Benedikt Líndal tamningameistari að vera með spjallkvöld undir yfirskriftinni „Hvað er reiðmennska?“ Er hægt að flokka hana niður? Stefnum við í rétta átt? Getum við gert eitthvað öðruvísi? Er í lagi með þann útbúnað sem er notaður? Hvað með viðhorf okkar til árangurs ofl. skemmtilegt og umhugsunarvert.

Allir sem hafa áhuga á hestamennsku eru hvattir til að mæta. Kaffiveitingar í boði Hrossaræktarsamtaka Suðurlands. Aðgangseyrir 500 kr fyrir félagsmenn og 1000 kr fyrir aðra, greiðist á staðnum (ekki hægt að greiða m. greiðslukortum). 

Hrossaræktarsamtök Suðurlands

altalt